Vel heppnaður morgunverðarfundur GAMMA og BICC

Morgunverðarfundur Bresk-íslenska viðskiptaráðsins og GAMMA fór fram í morgun.

Gísli Hauksson, stjórnarformaður GAMMA, flutti erindi um fjárfestingatækifæri í Bretlandi og reynslu GAMMA af því að starfa þar í landi á undanförnum tveimur árum.

Var fundurinn vel sóttur og þökkum við GAMMA kærlega fyrir samstarfið. 

Hér má sjá myndir frá fundinum.