Bresk-íslenska viðskiptaráðið og GAMMA efna til morgunverðarfundar föstudaginn 27. október næstkomandi klukkan 8:30 til 10:00.
Gísli Hauksson, stjórnarformaður GAMMA, mun flytja erindi um fjárfestingatækifæri í Bretlandi og reynslu GAMMA af því að starfa þar í landi á undanförnum tveimur árum. Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum GAMMA við Garðastræti 37 í Reykjavík.
Við hlökkum til að sjá þig!
Vinsamlegast tilkynntu þátttöku hjá elka@gamma.is.
Tími: Föstudagur 27. október, kl. 8:30 - 10:00
Staður: GAMMA, Garðastræti 37, 101 Reykjavík